Hamrén: Vonandi fá strákarnir fullan völl á mánudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2018 21:29 Erik Hamrén. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira