Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 18:30 Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32