Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 13:29 Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira