Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 13:29 Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira