„Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 18:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í garð Pírata og fjölmiðla á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Pírata um að hafa „flugumenn“ á sínum snærum sem bæru óhróður um hann í fjölmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem Ásmundur hélt á Alþingi í dag. Þá þótti honum miður að hann væri borinn saman við SS-sveitir Adolfs Hitlers vegna mismæla sinna á þinginu í gær. Vísaði Ásmundur til þess að í ræðu, sem hann hélt í gærkvöldi, hafi honum orðið á mistök og notað heitið „SS-menn“ yfir „sérfræðinga að sunnan“ í umræðum um fiskeldi á Vestfjörðum á Alþingi í gær. Fjallað var um orðalag Ásmundar á vef Kjarnans í gær og þar var þess einnig getið að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefði gert athugasemd við orðalagið. Á Alþingi í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins, lét Ásmundur óánægju sína með fjölmiðla og Pírata í ljós í tilfinningaþrunginni ræðu. „Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, þá er eins og bóndinn blístri á hlýðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim þar sem ég misnælti mig í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi. Ég verð að segja það að það er auðvitað þyngra en tárum tekur, að þurfa að bera svoleiðis,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Þá gerði hann athugasemd við að Píratar hefðu líkt skoðunum Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins sem kom hingað til lands í sumar í boði Alþingis, við skoðanir Adolfs Hitlers. Lýsti Ásmundur því yfir að sér þætti slíkt „fyrir neðan allar hellur.“ Að endingu sagði hann „flugumenn úti í bæ“ ganga erinda andstæðinga sinna, sem ætla má að séu Píratar, og bera upp á sig lygar í fjölmiðla. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Og sömu aðilar tala um þjóðhöfðinga vestrænna ríka sem kosnir eru af fólkinu og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um allt. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu og þau þurfa ekki ap standa fyrir neinu,“ sagði Ásmundur. „Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það sé verið að tala svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31