Laxeldi í opnum og lokuðum kerfum Gísli Sigurðsson skrifar 29. október 2018 14:56 Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun