Laxeldi í opnum og lokuðum kerfum Gísli Sigurðsson skrifar 29. október 2018 14:56 Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun