Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2018 08:52 Thomas Møller Olsen í Landsrétti í morgun. Grænlendingurinn huldi andlit sitt í héraði og náðu íslenskir fjölmiðlar engum myndum af dæmda morðingjanum. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15
„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00