Nýr formaður Neytendasamtakanna segir að berjast þurfi gegn háum húsnæðisvöxtum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. október 2018 18:30 Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki. Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en úrslit voru tilkynnt á þingi samtakanna í dag. Hann segir kjörið marka endurreisn samtakanna eftir stormasamt tímabil og leggur áherslu á að efla neytendavitund. Alls gáfu fjórir kost á sér til embættis formanns samtakanna. Breki hlaut 228 atkvæði af 438 eða 53 prósent atkvæða. Þar að auki voru tólf einstaklingar kjörnir í stjórn samtakanna. Neytendamál eru Breka ekki ókunnug en fyrir var hann formaður Stofnunar um fjármálalæsi. Áherslur Breka eru á innra starf samtakanna, þá telur hann mikilvægt að efla faglegheit og auka neytendarannsóknir ásamt því að fjölga félagsmönnum. „Síðan þurfum við að efla samstarf við önnur neytendasamtök bæði hér heima og erlendis en síðast en ekki síst þurfum við að efla miðlun á því góða starfi sem að Neytendasamtökin hafa staðið fyrir og standa enn fyrir. Það gleyma því margir að það koma inn á borð Neytendasamtakanna yfir níu þúsund mál á hverju einasta ári,“ segir Breki Karlsson, nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna. Því segir hann ljóst að mikil vinna sé framundan enda er óhætt að segja að samtökin hafi legið í lamasessi, en samtökin hafa verið án formanns frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku í júlí á síðasta ári. „Það má segja að þessi nýja stjórn sem kjörin hefur verið hér marki ný tímamót. Tímamót endurreisnar Neytendasamtakanna en helsti olgusjór er að baki,“ segir Breki. Hann segir stærsta neytendamál á Íslandi vera efling fjármálalæsis, berjast þurfi gegn háum vöxtum og efla vitund neytenda. Hver er staða neytenda á Íslandi í dag?„Hún er að mörgu leyti ekki góð. Það eru mjög mörg tækifæri til að efla hana. Við erum t.d. að borga u.þ.b. 3-5% hærri húsnæðisvexti heldur en nágrannaþjóðir okkar og það er eitthvað sem við getum ekki unað við,“ segir Breki.
Neytendur Tengdar fréttir Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Breki nýr formaður Neytendasamakanna Breki Karlsson hlaut 53 prósent greiddra atkvæða. 28. október 2018 13:07
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent