Rotarar mætast í Kanada Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. október 2018 00:01 Vísir/Getty Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2
MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti