Útgefandi White greindi frá því í gær að White hafi andast í Nashville í Tennessee. Tónlistarmaðurinn er einna þekktastur fyrir lög sín Polk Salad Annie og A Rainy Night in Georgia.
Tónlistarferill White spannaði rúma fimm áratugi þar sem hann spilaði blöndu af kántrítónlist, rokki og blús, stundum kallað „swamp rock“ eða „mýrarokk“, sem leiddi til þess að hann fékk viðurnefnið „Swamp Fox“, eða Mýrarefurinn.
Fjölmargir þekktari tónlistarmenn hafa gefið út ábreiður af lögum White, meðal annars Elvis Presley og Tina Turner.
Síðasta plata White, Bad Mouthin, kom út í síðasta mánuði.