Stöðugildum fækkað um 50 og hagnaður dregist saman um milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 16:53 Rekstrartekjur Landsbankans hafa dregist saman um hálfan milljarð á milli ára. vísir/vilhelm Afkoma Landsbankans var jákvæð um 15,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 samanborið við 16,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2017. Þá fækkaði stöðugildum hjá bankanum um 50 frá því á sama tíma fyrir ári. Þann 30. september síðastliðinn voru þau 948 talsins en voru 998 árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Í uppgjörinu má jafnframt sjá að arðsemi eigin fjár bankans á umræddu tímabili var 8,8% á ársgrundvelli - samanborið við 9,4% á sama tímabili í fyrra. Þá eru rekstrartekjur bankans um 500 milljónum krónum lakari en á síðasta ári; voru 41,1 milljarður í ár en 41,6 milljarðar í fyrra, auk þess sem jákvæðar virðisbreytingar námu 1,6 milljarði króna á tímabilinu samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 2,1 milljarð króna á sama tímabili árið 2017.Stöðugildum fækkar og launakostnaður hækkar Að sama skapi lækkuðu aðrar rekstrartekjur um 36% á milli ára, voru 5,9 milljarðar fyrstu 9 mánuði síðasta árs en námu 3,8 milljörðum að loknum sama mánaðafjölda í ár. Fram kemur í uppgjörinu að óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum séu helsta skýring lækkunarinnar. Vanskilahlutfall bankans lækkaði þó um helming milli ára. Það var 0,5% í lok september 2018 miðað við 1,0% á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 nam 17,7 milljörðum króna og stóð í stað á milli tímabila. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,3 milljarða króna á sama tímabili árið 2017, sem er hækkun um 4,3%. Þessi aukni launakostnaður á sér stað þrátt fyrir að stöðugildum hafi fækkað um 5 prósent á milli ára. Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2018 voru 948 en voru 998 á sama tíma fyrir ári. Nánar má fræðast um uppgjörið með því að smella hér. Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í arð Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. 20. september 2018 15:40 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 15,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 samanborið við 16,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2017. Þá fækkaði stöðugildum hjá bankanum um 50 frá því á sama tíma fyrir ári. Þann 30. september síðastliðinn voru þau 948 talsins en voru 998 árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Í uppgjörinu má jafnframt sjá að arðsemi eigin fjár bankans á umræddu tímabili var 8,8% á ársgrundvelli - samanborið við 9,4% á sama tímabili í fyrra. Þá eru rekstrartekjur bankans um 500 milljónum krónum lakari en á síðasta ári; voru 41,1 milljarður í ár en 41,6 milljarðar í fyrra, auk þess sem jákvæðar virðisbreytingar námu 1,6 milljarði króna á tímabilinu samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 2,1 milljarð króna á sama tímabili árið 2017.Stöðugildum fækkar og launakostnaður hækkar Að sama skapi lækkuðu aðrar rekstrartekjur um 36% á milli ára, voru 5,9 milljarðar fyrstu 9 mánuði síðasta árs en námu 3,8 milljörðum að loknum sama mánaðafjölda í ár. Fram kemur í uppgjörinu að óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum séu helsta skýring lækkunarinnar. Vanskilahlutfall bankans lækkaði þó um helming milli ára. Það var 0,5% í lok september 2018 miðað við 1,0% á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 nam 17,7 milljörðum króna og stóð í stað á milli tímabila. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,3 milljarða króna á sama tímabili árið 2017, sem er hækkun um 4,3%. Þessi aukni launakostnaður á sér stað þrátt fyrir að stöðugildum hafi fækkað um 5 prósent á milli ára. Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2018 voru 948 en voru 998 á sama tíma fyrir ári. Nánar má fræðast um uppgjörið með því að smella hér.
Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í arð Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. 20. september 2018 15:40 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00
Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í arð Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. 20. september 2018 15:40