Gummi Gumm: Ungu mennirnir stóðu sig mjög vel Benedikt Grétarsson skrifar 24. október 2018 22:24 Guðmundur var ánægður maður í kvöld. vísir/daníel Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti