Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 21:00 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Chirikov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að ef Bandaríkin rifti vopnasamningum milli ríkjanna sem fjalla um kjarnorkuvopn, muni nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjast. Þar að auki sagði forsetinn að Rússar myndu beina kjarnorkuvonum sínum að öllum þeim ríkjum Evrópu sem hýsa munu kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Bandaríkin hefðu þegar rift Anti-Ballistic Missile (ABM) samkomulagið, ætluðu sér að rifta INF og framtíð New START væri óviss. „Það væri ekkert annað í stöðunni en nýtt vígbúnaðarkapphlaup,“ sagði Pútín. Aðildarríkjum ABM var bannað að þróa leiðir til að skjóta niður langdrægar eldflaugar. George Bush, yngri, rifti samkomulaginu árið 2002. INF snýr að banni við þróun og framleiðslu meðaldrægra eldflauga. New START snýr að því að Bandaríkin og Rússland fækki kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum. Skrifað var undir samkomulagið árið 2010 og á fækkunin að standa yfir til 2021.Munu bregðast hratt við Þá sagði Pútín að Rússar myndu bregðast hratt við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Kjarnorkuvopnum Rússlands yrðu miðað á þau tilteknu ríki, hver sem þau yrðu. „Þetta er augljóst,“ sagði Pútín og bætti við: „Ég skil ekki af hverju við ættum að setja Evrópu í svo mikla hættu.“ Þá sakaði Pútín Bandaríkin um að brjóta gegn INF, sem bæði Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa sakað Rússa um að brjóta gegn. Hann sagði auðvelt að breyta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu til að gera mögulegat að skjóta kjarnorkuvopnum með þeim. Hann sagðist ætla að ræða þetta við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittast í París í næsta mánuði. „Við erum tilbúnir að vinna með félögum okkar í Bandaríkjunum án allrar móðursýki,“ sagði Pútín.Trump ekki smeykur við vígbúnaðarkapphlaup Ef marka má orð Trump frá því fyrr í vikunni er hann þó alls ekki hræddur við vígbúnaðarkapphlaup. Hann sagði á mánudaginn að hann vildi gera nýtt samkomulag um kjarnorkuvopn og að Kínverjar yrðu aðilar að því einnig.Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en aðrir gætu þeir gert staðið að uppbyggingu lengur en önnur ríki. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í dag að þó Rússar væru að brjóta gegn INF byggist hann ekki við því að bandalagið myndi koma fleiri kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23 Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að ef Bandaríkin rifti vopnasamningum milli ríkjanna sem fjalla um kjarnorkuvopn, muni nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjast. Þar að auki sagði forsetinn að Rússar myndu beina kjarnorkuvonum sínum að öllum þeim ríkjum Evrópu sem hýsa munu kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Bandaríkin hefðu þegar rift Anti-Ballistic Missile (ABM) samkomulagið, ætluðu sér að rifta INF og framtíð New START væri óviss. „Það væri ekkert annað í stöðunni en nýtt vígbúnaðarkapphlaup,“ sagði Pútín. Aðildarríkjum ABM var bannað að þróa leiðir til að skjóta niður langdrægar eldflaugar. George Bush, yngri, rifti samkomulaginu árið 2002. INF snýr að banni við þróun og framleiðslu meðaldrægra eldflauga. New START snýr að því að Bandaríkin og Rússland fækki kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum. Skrifað var undir samkomulagið árið 2010 og á fækkunin að standa yfir til 2021.Munu bregðast hratt við Þá sagði Pútín að Rússar myndu bregðast hratt við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Kjarnorkuvopnum Rússlands yrðu miðað á þau tilteknu ríki, hver sem þau yrðu. „Þetta er augljóst,“ sagði Pútín og bætti við: „Ég skil ekki af hverju við ættum að setja Evrópu í svo mikla hættu.“ Þá sakaði Pútín Bandaríkin um að brjóta gegn INF, sem bæði Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa sakað Rússa um að brjóta gegn. Hann sagði auðvelt að breyta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu til að gera mögulegat að skjóta kjarnorkuvopnum með þeim. Hann sagðist ætla að ræða þetta við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittast í París í næsta mánuði. „Við erum tilbúnir að vinna með félögum okkar í Bandaríkjunum án allrar móðursýki,“ sagði Pútín.Trump ekki smeykur við vígbúnaðarkapphlaup Ef marka má orð Trump frá því fyrr í vikunni er hann þó alls ekki hræddur við vígbúnaðarkapphlaup. Hann sagði á mánudaginn að hann vildi gera nýtt samkomulag um kjarnorkuvopn og að Kínverjar yrðu aðilar að því einnig.Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en aðrir gætu þeir gert staðið að uppbyggingu lengur en önnur ríki. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í dag að þó Rússar væru að brjóta gegn INF byggist hann ekki við því að bandalagið myndi koma fleiri kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu.
Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23 Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09
Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45
Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23
Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07