HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2018 10:57 Kristinn Sigurjónsson hefur lýst brottrekstri sínum sem áfalli, hann varð 64 ára á dögunum og sér ekki fram á að finna sér vinnu. visir/vilhelm Erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskóla Reykjavíkur, þess efnis að brottvísun Kristins verði dregin til baka, hefur verið hafnað. Mál Kristins hefur vakið mikla athygli og dregið dilk á eftir sér. Brottrekstur Kristins var fyrirvaralaus og ástæðan voru ummæli sem hann birti í lokuðum Facebookhópi sem heitir Karlmennskan, á þá leið að karlar gætu vart orðið um frjálst höfuð strokið, konur „eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Hatröm umræða Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, svaraði lengstum ekki erindi Jóns Steinars en sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem fram kom að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið, en sagði þó að hatur á grundvelli kynferðis ekki liðið innan veggja skólans.Jón Steinar og Ari Kristinn. Nú bendir flest til þess að þeirtveir muni takast á í réttarsal um mál hins brottrekna lektors.Umræða um málið hefur verið hatröm og meðan margir telja þetta snúa ástæðuna harla léttvæga og í raun aðför að tjáningarfrelsinu og jafnvel hinu akademíska frelsi hafa aðrir, einkum femínistar, fagnað. Meðal annars í öðrum Facebookhópi sem heitir Karlar gera merkilega hluti. Sá hópur komst svo í kjölfarið í sviðsljósið, í framhaldi málsins, vegna fúkyrðaflaums um karlmenn, einkum Jón Steinar, sem fjallaði sérstaklega um það í grein þar sem hann vekur sérstaklega athygli á því. Varð mörgum brugðið vegna þess sem þar kom á daginn, meðal annarra formaður Lögmannafélags Íslands, Berglindi Svavarsdóttur, sem varð hreinlega orða vant. Hefur málið þannig undið uppá sig og sér ekki fyrir enda á þeim deilum.Fundur laganema felldur niður Jón Steinar, sem er fyrsti prófessor Háskólans í Reykjavík og hefur lýst því yfir að brottreksturinn hafi skaðað skólann, sendi skólanum erindi fyrir hálfum mánuði og nú liggur fyrir að skólinn ætlar ekki að verða við kröfum hans. Skólinn hefur fengið sér lögmann í málið og er sá Eva B. Helgadóttir, LMD Mandat lögmannsstofu. Í stuttu samtali við Vísi segir Jón Steinar næsta skref það að hann muni senda skólanum svar og ef ekki náist samkomulag utan réttar þá verði að fara hina lögformlegu leið réttarríksins þegar slíkur ágreiningur er uppi, sem er að fela dómstólum úrlausn málsins. Í vikunni stóð til að félag laganema við HR héldi fund um málið og tjáningarfrelsið og var búið að fá Jón Steinar til að flytja framsögu við það tækifæri. Sá fundur var felldur niður, að sögn vegna þess að enginn fékkst til að mæta honum á þeim vettvangi. Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskóla Reykjavíkur, þess efnis að brottvísun Kristins verði dregin til baka, hefur verið hafnað. Mál Kristins hefur vakið mikla athygli og dregið dilk á eftir sér. Brottrekstur Kristins var fyrirvaralaus og ástæðan voru ummæli sem hann birti í lokuðum Facebookhópi sem heitir Karlmennskan, á þá leið að karlar gætu vart orðið um frjálst höfuð strokið, konur „eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Hatröm umræða Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, svaraði lengstum ekki erindi Jóns Steinars en sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem fram kom að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið, en sagði þó að hatur á grundvelli kynferðis ekki liðið innan veggja skólans.Jón Steinar og Ari Kristinn. Nú bendir flest til þess að þeirtveir muni takast á í réttarsal um mál hins brottrekna lektors.Umræða um málið hefur verið hatröm og meðan margir telja þetta snúa ástæðuna harla léttvæga og í raun aðför að tjáningarfrelsinu og jafnvel hinu akademíska frelsi hafa aðrir, einkum femínistar, fagnað. Meðal annars í öðrum Facebookhópi sem heitir Karlar gera merkilega hluti. Sá hópur komst svo í kjölfarið í sviðsljósið, í framhaldi málsins, vegna fúkyrðaflaums um karlmenn, einkum Jón Steinar, sem fjallaði sérstaklega um það í grein þar sem hann vekur sérstaklega athygli á því. Varð mörgum brugðið vegna þess sem þar kom á daginn, meðal annarra formaður Lögmannafélags Íslands, Berglindi Svavarsdóttur, sem varð hreinlega orða vant. Hefur málið þannig undið uppá sig og sér ekki fyrir enda á þeim deilum.Fundur laganema felldur niður Jón Steinar, sem er fyrsti prófessor Háskólans í Reykjavík og hefur lýst því yfir að brottreksturinn hafi skaðað skólann, sendi skólanum erindi fyrir hálfum mánuði og nú liggur fyrir að skólinn ætlar ekki að verða við kröfum hans. Skólinn hefur fengið sér lögmann í málið og er sá Eva B. Helgadóttir, LMD Mandat lögmannsstofu. Í stuttu samtali við Vísi segir Jón Steinar næsta skref það að hann muni senda skólanum svar og ef ekki náist samkomulag utan réttar þá verði að fara hina lögformlegu leið réttarríksins þegar slíkur ágreiningur er uppi, sem er að fela dómstólum úrlausn málsins. Í vikunni stóð til að félag laganema við HR héldi fund um málið og tjáningarfrelsið og var búið að fá Jón Steinar til að flytja framsögu við það tækifæri. Sá fundur var felldur niður, að sögn vegna þess að enginn fékkst til að mæta honum á þeim vettvangi.
Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“