Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 13:20 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“ Uppsögn lektors við HR Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“
Uppsögn lektors við HR Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira