Trump og Pútín stefna á fund í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 23:23 Frá fundi Trump og Pútín í Helsinki. Getty/Chris McGrath Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu. Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira