Rannsókn á fimmtán milljarða undanskotum í réttum farvegi Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira