Palestínsk yfirvöld sögð pynta gagnrýnendur og andstæðinga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 13:06 Meðlimir í öryggissveitum sem eru hliðhollar Hamas á bæn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/EPA Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq. Palestína Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq.
Palestína Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira