Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 13:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“ Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira