Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 20:51 Silverman ásamt Louis C.K. til hægri. Vísir/Getty Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49