„Við treystum á Ísland” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2018 20:20 Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. Þingmaður Vinstri grænna segir eðlilegt að Alþingi taki sér góðan tíma til að fjalla um málið. Í einfölduðu máli er um að ræða uppfærslu á raforkulöggjöf Evrópusambandsins sem íslensk raforkulöggjöf í megindráttum byggir á nú þegar á grundvelli EES-samningsins. Meðal nýmæla í þriðja orkupakkanum sem geta varðað Ísland eru til að mynda auknar valdheimildir innlendra eftirlitsaðila, þá Orkustofnunar, og aukið sjálfstæði hennar. Þá verði sett á fót evrópsk samstarfsstofnun um raforkumál og valdheimildir hennar fengnar eftirlitsstofnun EFTA. Ekki eru allir á sama máli um hvaða áhrif nákvæmlega það muni hafa fyrir Ísland að innleiða orkupakknn. Einn þeirra sem hefur lýst efasemdum um ágæti hans er Peter T. Örebech, norskur lagaprófessor við háskólann í Tromsö en hann flutti erindi á málfundi í Háskóla Íslands í dag þar sem málefnið var til umfjöllunar.Peter T. Örebech lagaprófessor.Vísir/skjáskot„Grundvallarspurningin er hver á að hafa stjórn á náttúruauðlindum, hver eigi að fá að ráða yfir náttúruauðlindunum? EES-ríkin þrjú verða að samþykkja löggjöfina til að innleiða orkupakkann. Ef Ísland segir nei þá þýðir það að Noregur segi líka nei svo við treystum á Ísland,” segir Örebech en að hans sögn hefur málið verið afar umdeilt í norska þinginu og tókst ekki að afgreiða það fyrir sumarhlé á síðasta þingi líkt og til stóð. Hann hefur harðlega gagnrýnt greinargerð sem lögmaðurinn Birgir Tjörvi Pétursson vann að beiðni iðnaðarráðherra um þriðja orkupakkann. „Niðurstaðan í minni greinargerð um þriðja orkupakkann er sú að hann feli ekki í sér grundvallarfrávik frá þeirri stefnumörkun sem að íslensk stjórnvöld hafa markað á síðustu tuttugu árum eða svo í raforkumálum og einkum þá með hliðsjón af EES-samningnum,” segir Birgir Tjörvi.Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður.Vísir/skjáskotGagnrýnendur hafa jafnframt óttast að innleiðing orkupakkans geti þýtt að Íslendingum beri að tengjast innri raforkumarkaði Evrópu um sæstreng. Það telur Birgir Tjörvi aftur á móti vera langsótt og sömuleiðis hvað varðar framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum. „Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið,” segir Birgir Tjörvi.Vinstri græn setja fyrirvara um raforkulöggjöfina Málið verður lagt fyrir Alþingi í febrúar en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í atvinnuveganefnd, segir eðlilegt að þingið gefi sér góðan tíma til að fjalla um málið. En hvers vegna telur hann innleiðingu þriðja orkupakkans vera svo umdeilda í ljósi þess að íslensk raforkulöggjöf hefur um árabil verið byggð á EES-löggjöf? „Já það er góð spurning. Við í Vinstri grænum höfum sett fyrirvara við raforkulöggjöfina alveg frá upphafi og bent á það að Ísland er einangruð í orkulegu tilliti. Þetta snýr að tengingum á milli landa, þessi þriðji orkupakki, þannig að stærsti hluti hans myndi ekki hafa nein áhrif hér fyrr en og þá ef það verður einhver tenging á milli landa,” segir Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/skjáskot Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. Þingmaður Vinstri grænna segir eðlilegt að Alþingi taki sér góðan tíma til að fjalla um málið. Í einfölduðu máli er um að ræða uppfærslu á raforkulöggjöf Evrópusambandsins sem íslensk raforkulöggjöf í megindráttum byggir á nú þegar á grundvelli EES-samningsins. Meðal nýmæla í þriðja orkupakkanum sem geta varðað Ísland eru til að mynda auknar valdheimildir innlendra eftirlitsaðila, þá Orkustofnunar, og aukið sjálfstæði hennar. Þá verði sett á fót evrópsk samstarfsstofnun um raforkumál og valdheimildir hennar fengnar eftirlitsstofnun EFTA. Ekki eru allir á sama máli um hvaða áhrif nákvæmlega það muni hafa fyrir Ísland að innleiða orkupakknn. Einn þeirra sem hefur lýst efasemdum um ágæti hans er Peter T. Örebech, norskur lagaprófessor við háskólann í Tromsö en hann flutti erindi á málfundi í Háskóla Íslands í dag þar sem málefnið var til umfjöllunar.Peter T. Örebech lagaprófessor.Vísir/skjáskot„Grundvallarspurningin er hver á að hafa stjórn á náttúruauðlindum, hver eigi að fá að ráða yfir náttúruauðlindunum? EES-ríkin þrjú verða að samþykkja löggjöfina til að innleiða orkupakkann. Ef Ísland segir nei þá þýðir það að Noregur segi líka nei svo við treystum á Ísland,” segir Örebech en að hans sögn hefur málið verið afar umdeilt í norska þinginu og tókst ekki að afgreiða það fyrir sumarhlé á síðasta þingi líkt og til stóð. Hann hefur harðlega gagnrýnt greinargerð sem lögmaðurinn Birgir Tjörvi Pétursson vann að beiðni iðnaðarráðherra um þriðja orkupakkann. „Niðurstaðan í minni greinargerð um þriðja orkupakkann er sú að hann feli ekki í sér grundvallarfrávik frá þeirri stefnumörkun sem að íslensk stjórnvöld hafa markað á síðustu tuttugu árum eða svo í raforkumálum og einkum þá með hliðsjón af EES-samningnum,” segir Birgir Tjörvi.Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður.Vísir/skjáskotGagnrýnendur hafa jafnframt óttast að innleiðing orkupakkans geti þýtt að Íslendingum beri að tengjast innri raforkumarkaði Evrópu um sæstreng. Það telur Birgir Tjörvi aftur á móti vera langsótt og sömuleiðis hvað varðar framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum. „Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið,” segir Birgir Tjörvi.Vinstri græn setja fyrirvara um raforkulöggjöfina Málið verður lagt fyrir Alþingi í febrúar en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í atvinnuveganefnd, segir eðlilegt að þingið gefi sér góðan tíma til að fjalla um málið. En hvers vegna telur hann innleiðingu þriðja orkupakkans vera svo umdeilda í ljósi þess að íslensk raforkulöggjöf hefur um árabil verið byggð á EES-löggjöf? „Já það er góð spurning. Við í Vinstri grænum höfum sett fyrirvara við raforkulöggjöfina alveg frá upphafi og bent á það að Ísland er einangruð í orkulegu tilliti. Þetta snýr að tengingum á milli landa, þessi þriðji orkupakki, þannig að stærsti hluti hans myndi ekki hafa nein áhrif hér fyrr en og þá ef það verður einhver tenging á milli landa,” segir Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/skjáskot
Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00