Innlent

Stormur í að­sigi: Ræða sviptingar í al­þjóða­stjórn­málum í pallborði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Baldur Þórhallsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða í pallborði ásamt þeim Erlingi Erlingssyni og Svanhildi Þorvaldsdóttur en Pia Hanson stýrir umræðum. 
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Baldur Þórhallsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða í pallborði ásamt þeim Erlingi Erlingssyni og Svanhildi Þorvaldsdóttur en Pia Hanson stýrir umræðum.  Vísir/samsett

Í kjölfar árásar Bandaríkjanna á Venesúela og orðræðu bandarískra leiðtoga um yfirtöku Grænlands hefur Alþjóðamálastofnun HÍ í samstarfi við Stjórnmálafræðideild skólans og Félag stjórnmálafræðinga boðað til pallborðsumræðna um þá spennu sem nú virðist vera að ná hámarki í alþjóðakerfinu.

„Stórveldapólitík festir sig í sessi með tilheyrandi hervæðingu og vopnakapphlaupi þar sem smærri ríki mega sín lítils. Hvað þýðir þessi breytta heimsmynd fyrir smáríki eins og Ísland sem á allt undir því að ríki heimsins virði alþjóðalög og fullveldi ríkja? Hvernig á Ísland að haga samskiptum við sín helstu bandalagsríki undir þessum kringumstæðum? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þeim stoðum sem varnir og öryggi landsins byggja á?“ segir meðal annars í lýsingu viðburðarins. 

Umræðurnar hefjast klukkan 12:15 í hádeginu í dag og verða í beinu streymi sem hægt er að fylgjast með hér á Vísi þegar viðburðurinn hefst.

Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, stjórnar umræðunum en í pallborði verða þau Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, Svanhildur Þorvaldsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, framkvæmdastjóri Courage International og fyrrverandi alþingismaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×