Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2018 19:45 Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent