Spilafíkill varð undir í 80 milljóna baráttu við ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 10:20 Guðlaugur Karlsson fyrir framan spilakassana sem hafa haft af honum aleiguna að hans sögn. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00