Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 07:49 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“. Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“.
Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12
Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41
Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08