Ekki Bjössi á mjólkurbílnum heldur Guðrún á mjólkurbílnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 19:45 Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira