„Reykkafarar hafa ekki getað kannað efri hæðina þar sem við teljum að fólkið sé“ Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 31. október 2018 20:30 Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09