Ný rannsókn: Mikill efnahagslegur ávinningur af friðlýstum svæðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 15:48 Fyrir hverja krónu sem ríkið setur í Hraunfossa skila 158 sér til baka samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Vísir/Vilhelm Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi eru ótvírætt jákvæð. Á árinu 2017 var beinn efnahagslegur ávinningur 12 svæða og nærsamfélaga þeirra um 10 milljarðar króna. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. Þetta eru niðurstöður fyrstu rannsóknar sem gerð hefur verið á landsvísu á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell eru öll í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/VilhelmTólf svæði rannsökuð Rannsóknin var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, og niðurstöður hennar voru kynntar á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir. Rannsökuð voru 12 svæði vítt og breitt um Ísland með það að markmiði að meta efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á nærsamfélög þeirra og á atvinnulíf á svæðinu. Samkvæmt rannsókninni eyða ferðamenn árlega samtals 10 milljörðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rannsökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðugildi. Um er að ræða bein störf í ferðaþjónustu, svo sem við gistingu, skipulagðar ferðir, akstur og veitingaþjónustu. 45% af eyðslu ferðafólks var inni á friðlýstu svæðunum eða í næsta nágrenni þeirra. Svæðin sem voru rannsökuð voru Ásbyrgi/Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell, sem öll eru í Vatnajökulsþjóðgarði, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk, Hengifoss og Hvítserkur. Tvö síðast töldu svæðin eru ekki friðlýst þótt svæðinu við Hengifoss sé stjórnað af Vatnajökulsþjóðgarði en voru tekin með í rannsóknina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um landið. Niðurstöður frá áður birtri rannsókn á Snæfellsjökulsþjóðgarði voru enn fremur uppfærðar, þannig að heildarfjöldi svæðanna varð 12.Dynjandi er meðal mikilfenglegustu fossa Íslands.VísirRætt við þrjú þúsund ferðamenn Rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlutfallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo nokkur dæmi séu tekin. Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá Ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda. Alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn. Að meðaltali skiluðu friðlýstu svæðin í rannsókninni áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað þeirra. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi eru ótvírætt jákvæð. Á árinu 2017 var beinn efnahagslegur ávinningur 12 svæða og nærsamfélaga þeirra um 10 milljarðar króna. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. Þetta eru niðurstöður fyrstu rannsóknar sem gerð hefur verið á landsvísu á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell eru öll í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/VilhelmTólf svæði rannsökuð Rannsóknin var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, og niðurstöður hennar voru kynntar á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir. Rannsökuð voru 12 svæði vítt og breitt um Ísland með það að markmiði að meta efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á nærsamfélög þeirra og á atvinnulíf á svæðinu. Samkvæmt rannsókninni eyða ferðamenn árlega samtals 10 milljörðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rannsökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðugildi. Um er að ræða bein störf í ferðaþjónustu, svo sem við gistingu, skipulagðar ferðir, akstur og veitingaþjónustu. 45% af eyðslu ferðafólks var inni á friðlýstu svæðunum eða í næsta nágrenni þeirra. Svæðin sem voru rannsökuð voru Ásbyrgi/Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell, sem öll eru í Vatnajökulsþjóðgarði, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk, Hengifoss og Hvítserkur. Tvö síðast töldu svæðin eru ekki friðlýst þótt svæðinu við Hengifoss sé stjórnað af Vatnajökulsþjóðgarði en voru tekin með í rannsóknina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um landið. Niðurstöður frá áður birtri rannsókn á Snæfellsjökulsþjóðgarði voru enn fremur uppfærðar, þannig að heildarfjöldi svæðanna varð 12.Dynjandi er meðal mikilfenglegustu fossa Íslands.VísirRætt við þrjú þúsund ferðamenn Rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlutfallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo nokkur dæmi séu tekin. Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá Ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda. Alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn. Að meðaltali skiluðu friðlýstu svæðin í rannsókninni áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað þeirra.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?