Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 11:30 Þorgerður Anna Atladóttir og Ásgeir Jónsson voru sérfræðingar í uppgjörsþætti fyrstu sjö umferðar Olís-deildar kvenna. vísir Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Eftir erfiða byrjun í Olís-deild kvenna eru Haukarnir komnir á skrið og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Haukar áttu stórgott tímabil í fyrra og byrjuðu svo veturinn á því að verða meistarar meistaranna með sigri á Fram. Lærimeyjar Elíasar Más Halldórssonar byrjuðu mótið á því að vinna aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum og Ásgeir Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs Olís-deildar kvenna, útskýrði hvað hann telji að málið hafi verið. „Ég nefndi það í upphafi móts að ég hafði pínulitlar áhyggjur af andlegu hliðinni. Þær voru með svolítið frítt spil í fyrra alveg pressulausar og spiluðu þá hrikalega vel. Svo mæta þær HK í fyrsta leik og vinna þær stórt en tapa fyrir hinum nýliðunum í öðrum leik. Kannski fóru þær svolítið værukærar inn í þann leik,“ segir Ásgeir.Sterk eftir meiðsli „Þó þær séu komnar á þennan stað veit ég að Elías Már er ekki sáttur við þetta. Hann vill gera betur með þetta lið og telur sig hafa liðið í að gera betur. Eftir smá vonbrigði í byrjun móts er búið að keyra andann vel upp aftur og því á ég von á því að þær verði sterkar áfram,“ segir Ásgeir. Óvænta stjarnan í liði Hauka er markvörðurinn Saga Sif Gísladóttir sem að Elías Már sótti til Fjölnis. Þegar að Elín Jóna Þorsteinsdóttir fór til Danmerkur í atvinnumennsku náðu Haukarnir í þrjá unga og efnilega og Saga hefur spilað mest og staðið sig vel. „Hún sleit krossband og var lengi frá. Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og svo er hún líka komin í nýtt lið sem er erfitt. Það þarf að kynnast vörninni fyrir framan sig og svona. Hún er bara búin að gera þetta frábærlega,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir um Sögu.Meistararnir mannlegir Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu fyrstu fimm leikina og virkuðu ósigrandi. Nú er liðið búið að tapa fimm leikjum í röð en meistararni glíma við meiðsli lykilmanna. „Það vantar að þeir leikmenn sem hafa setið hvað lengst á bekknum hjá Fram komi betur inn þegar að þeir fá tækifæri og ætli virkilega að sýna hvað þeir geta gert. Þessar reyndu þurfa líka að hjálpa hinum að koma inn í þetta annars verður þetta bara einhver einstaklingskeppni þeirra á milli í skyttustöðunum,“ segir Þorgerður Anna og Ásgeir tekur undir það. „Þegar að allir eru heilir er Fram með besta byrjunarliðið en þetta snýst líka um breidd. Núna eru smá meiðsli og liðið aðeins að hökta. Við erum komin aðeins inn í mótið og þreytan er aðeins farin að segja til sín. Þær eru líka bara mannlegar,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Hauka og Fram má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30