Hafa borið kennsl á árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 14:15 Árásarmaðurinn hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. AP/RMG Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45
Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39