Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Berglind Þorsteinsdóttir og Martha Hermannsdóttir eru búnar að spila frábærlega. vísir Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30