Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2018 08:39 Árásarmaðurinn hóf skothríð á Borderline Bar & Grill veitingastaðnum í Thousand Oaks. Getty/Kali9 Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. Í frétt Sky segir að árásarmaðurinn hafi hafið skothríð á Borderline Bar & Grill veitingastaðnum í Thousand Oaks, um 60 kílómetrum vestur af Los Angeles. Árásarmaðurinn er sagður vera á þrítugsaldri og hafi hann verið klæddur svörtu og með skegg. Fréttir hafa borist að karlmaður sé í haldi lögreglu vegna árásarinnar, þó að það hafi ekki fengist staðfest. Í frétt ABC er haft eftir lögreglumönnum að árásarmaðurinn hafi beitt hálfsjálfvirku skotvopni og skotið um þrjátíu skotum. Þá hafi hann beitt reyksprengjum. Haft er eftir lögreglu að ellefu manns hafi orðið fyrir skoti.Almenningur haldi sig fjarri Ekki liggur fyrir hvort að einhver hafi látið lífið í árásinni, en vitað er að lögreglumaður særðist. Lögregla hefur beint þeim orðum til almennings að halda sig fjarri staðnum. Tilkynning barst fyrst klukkan 23:20 að staðartíma, eða um klukkan 7:20 að íslenskum tíma. Á heimasíðu staðarins kemur fram að kántríkvöld fyrir háskólanema hafi farið fram á staðnum þegar árásin var gerð.#OaksInc: Ongoing active shooter incident reported at Borderline in @CityofTO . Please stay away from area. Active law enforcement incident. Multiple injuries reported. Details still being determined. Multiple ambulances requested. @VCFD pic.twitter.com/4X3b8KMisc— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018 #OaksInc Active shooter in Thousand Oaks. ICP and press briefing location is being set up with law and fire at the Janss Mall parking lot. @VCFD @VCSOVentura— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. Í frétt Sky segir að árásarmaðurinn hafi hafið skothríð á Borderline Bar & Grill veitingastaðnum í Thousand Oaks, um 60 kílómetrum vestur af Los Angeles. Árásarmaðurinn er sagður vera á þrítugsaldri og hafi hann verið klæddur svörtu og með skegg. Fréttir hafa borist að karlmaður sé í haldi lögreglu vegna árásarinnar, þó að það hafi ekki fengist staðfest. Í frétt ABC er haft eftir lögreglumönnum að árásarmaðurinn hafi beitt hálfsjálfvirku skotvopni og skotið um þrjátíu skotum. Þá hafi hann beitt reyksprengjum. Haft er eftir lögreglu að ellefu manns hafi orðið fyrir skoti.Almenningur haldi sig fjarri Ekki liggur fyrir hvort að einhver hafi látið lífið í árásinni, en vitað er að lögreglumaður særðist. Lögregla hefur beint þeim orðum til almennings að halda sig fjarri staðnum. Tilkynning barst fyrst klukkan 23:20 að staðartíma, eða um klukkan 7:20 að íslenskum tíma. Á heimasíðu staðarins kemur fram að kántríkvöld fyrir háskólanema hafi farið fram á staðnum þegar árásin var gerð.#OaksInc: Ongoing active shooter incident reported at Borderline in @CityofTO . Please stay away from area. Active law enforcement incident. Multiple injuries reported. Details still being determined. Multiple ambulances requested. @VCFD pic.twitter.com/4X3b8KMisc— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018 #OaksInc Active shooter in Thousand Oaks. ICP and press briefing location is being set up with law and fire at the Janss Mall parking lot. @VCFD @VCSOVentura— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira