Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
„Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26