Sex nýjar reglugerðir eiga að tryggja rétt fatlaðra betur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur. Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur.
Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira