Sex nýjar reglugerðir eiga að tryggja rétt fatlaðra betur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur. Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur.
Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira