Raunverð íbúða hærra en nokkru sinni en jafnvægi að nást Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 12:44 Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. vísir/vilhelm Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017. Húsnæðismál Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Sjá meira
Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017.
Húsnæðismál Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent