Golf

Tiger og Mickelson spiluðu golf pong | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var eitt sinn frekar kalt á milli Tigers og Phil en þeir eru mestu mátar í dag.
Það var eitt sinn frekar kalt á milli Tigers og Phil en þeir eru mestu mátar í dag. vísir/getty
Stjörnukylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson eru á fullu þessa dagana að auglýsa einvígi sitt sem fer fram í Las Vegas síðar í mánuðinum.

Þá munu þeir keppa einn á einn og er viðburðurinn í sölu í Pay Per View áskrift í Bandaríkjunum. Sitt sýnist hverjum um þetta nýstárlega skref en þrátt fyrir það er mikill áhugi á þessu einvígi sem er kallað „The Match“ ytra.





Þeir spiluðu í gær „golf pong“ sem er golfútgáfan af „beer pong“ sem flestir ættu að þekkja. Þeir áttu að reyna að hitta eins mörgum kúlum og þeir gátu ofan í rauðar fötur á 90 sekúndum. Mickelson vann 9-8.

Er þeir mætast síðan í einvíginu verður allt lagt undir enda stórar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegarann. Meðan á leik þeirra stendur geta þeir verið með áskoranir sem á að gera golfhringinn enn áhugaverðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×