Rétti tíminn til að marka atvinnustefnu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Nú er rétti tíminn fyrir ríkið til að marka sér atvinnustefnu til langs tíma. Endurreisn efnahagslífsins er að baki og mikilvægt að líta fram á veginn til að efla samkeppnishæfni landsins sem bætir hag allra landsmanna. Önnur lönd vinna með þeim hætti um þessar mundir og stuðla að uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. „Það mun reynast samfélaginu vel enda lyftast öll skip á flóðinu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins birta í dag skýrslu þar sem skyggnst er inn í framtíðina og gerðar tillögur að umbótum sem ráðast mætti í á næstu tveimur árum til þess að auka verðmætasköpun sem er grundvöllur að velferð og bættum lífsgæðum landsmanna. Sigurður segir að fjórir þættir skipti mestu fyrir samkeppnishæfni landa: Menntun, innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi.Hlutfallslega færri vinnandi „Við skoðum hvernig hagkerfið gæti litið út árið 2050. Öldrun þjóðarinnar mun leiða til þess að færri verða á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara þegar fram í sækir. Í dag eru um fimm manns á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara en þeir verða ekki nema þrír árið 2050 ef spáin rætist. Annars vegar munu færri hendur geta aðstoðað þá sem eldri eru og hins vegar verða færri hendur til að knýja áfram hagvöxt. Loftslagsmál eru annað dæmi um samfélagslega áskorun þar sem hugsa þarf málin upp á nýtt. Með nýsköpun og breyttri nálgun mun iðnaðurinn finna lausnir á þessum áskorunum. Þess vegna þarf að ýta undir nýsköpun og nýja hugsun til að leysa samfélagsleg viðfangsefni og skapa jafnframt hagvöxt. Það hefur okkur Íslendingum tekist vel á sviði orkunýtingar og með aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi og við höfum öll tækifæri til að endurtaka leikinn þegar kemur að öðrum viðfangsefnum,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn. Hagvöxtur síðustu aldar var knúinn áfram af náttúruauðlindum en í framtíðinni mun hugvit draga vagninn. „Það þarf sannarlega að hlúa að þeirri starfsemi sem nú er en jafnframt sjá til þess að hér rísi ný og öflug fyrirtæki sem eiga erindi á alþjóðlega markaði sem geti skapað gjaldeyristekjur og áhugaverð störf,“ segir hann og vekur athygli á að aukin fjölbreytni í atvinnulífi muni skapa aukinn stöðugleika í efnahagslífinu. Í skýrslunni er vakin athygli á fjölda atriða sem betur mættu fara, eins og að skattalega hvata fyrir rannsóknir og þróun þurfi að auka, skattar á fyrirtæki séu háir í alþjóðlegum samanburði, reglur séu íþyngjandi og óskilvirkar sem sé kostnaðarsamt fyrir atvinnulífið. Auk þess er bent á að efnahagslífið hafi einkennst af meiri óstöðugleika en annars staðar í hinum vestræna heimi. Styrkja þurfi umgjörð vinnumarkaðar og afnema höfrungahlaup. Launahækkanir þurfi að taka mið af vexti í framleiðni vinnuafls.Rauður þráður í annarri stefnumótun „Skynsamleg atvinnustefna verður rauður þráður í annarri stefnumótun hins opinbera. Það myndi leiða sem dæmi til þess að menntastefnan styðji við nýsköpun í atvinnulífinu og að sýn stjórnvalda á loftlagsmál myndi skapa betri samfellu í öðrum málum. Stefnt er á að rafmagn muni í auknum mæli knýja bíla en til þess að það nái fram að ganga þarf að virkja í meiri mæli og styrkja flutningsnet fyrir raforku. Þannig væri unnið að samræmi í ólíkum málaflokkum svo að fjármunir nýtist á sem skilvirkastan hátt og dregið verði úr sóun. Eins og sakir standa er stefnumótun ríkisins ekki nægjanlega samhæfð,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Nú er rétti tíminn fyrir ríkið til að marka sér atvinnustefnu til langs tíma. Endurreisn efnahagslífsins er að baki og mikilvægt að líta fram á veginn til að efla samkeppnishæfni landsins sem bætir hag allra landsmanna. Önnur lönd vinna með þeim hætti um þessar mundir og stuðla að uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. „Það mun reynast samfélaginu vel enda lyftast öll skip á flóðinu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins birta í dag skýrslu þar sem skyggnst er inn í framtíðina og gerðar tillögur að umbótum sem ráðast mætti í á næstu tveimur árum til þess að auka verðmætasköpun sem er grundvöllur að velferð og bættum lífsgæðum landsmanna. Sigurður segir að fjórir þættir skipti mestu fyrir samkeppnishæfni landa: Menntun, innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi.Hlutfallslega færri vinnandi „Við skoðum hvernig hagkerfið gæti litið út árið 2050. Öldrun þjóðarinnar mun leiða til þess að færri verða á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara þegar fram í sækir. Í dag eru um fimm manns á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara en þeir verða ekki nema þrír árið 2050 ef spáin rætist. Annars vegar munu færri hendur geta aðstoðað þá sem eldri eru og hins vegar verða færri hendur til að knýja áfram hagvöxt. Loftslagsmál eru annað dæmi um samfélagslega áskorun þar sem hugsa þarf málin upp á nýtt. Með nýsköpun og breyttri nálgun mun iðnaðurinn finna lausnir á þessum áskorunum. Þess vegna þarf að ýta undir nýsköpun og nýja hugsun til að leysa samfélagsleg viðfangsefni og skapa jafnframt hagvöxt. Það hefur okkur Íslendingum tekist vel á sviði orkunýtingar og með aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi og við höfum öll tækifæri til að endurtaka leikinn þegar kemur að öðrum viðfangsefnum,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn. Hagvöxtur síðustu aldar var knúinn áfram af náttúruauðlindum en í framtíðinni mun hugvit draga vagninn. „Það þarf sannarlega að hlúa að þeirri starfsemi sem nú er en jafnframt sjá til þess að hér rísi ný og öflug fyrirtæki sem eiga erindi á alþjóðlega markaði sem geti skapað gjaldeyristekjur og áhugaverð störf,“ segir hann og vekur athygli á að aukin fjölbreytni í atvinnulífi muni skapa aukinn stöðugleika í efnahagslífinu. Í skýrslunni er vakin athygli á fjölda atriða sem betur mættu fara, eins og að skattalega hvata fyrir rannsóknir og þróun þurfi að auka, skattar á fyrirtæki séu háir í alþjóðlegum samanburði, reglur séu íþyngjandi og óskilvirkar sem sé kostnaðarsamt fyrir atvinnulífið. Auk þess er bent á að efnahagslífið hafi einkennst af meiri óstöðugleika en annars staðar í hinum vestræna heimi. Styrkja þurfi umgjörð vinnumarkaðar og afnema höfrungahlaup. Launahækkanir þurfi að taka mið af vexti í framleiðni vinnuafls.Rauður þráður í annarri stefnumótun „Skynsamleg atvinnustefna verður rauður þráður í annarri stefnumótun hins opinbera. Það myndi leiða sem dæmi til þess að menntastefnan styðji við nýsköpun í atvinnulífinu og að sýn stjórnvalda á loftlagsmál myndi skapa betri samfellu í öðrum málum. Stefnt er á að rafmagn muni í auknum mæli knýja bíla en til þess að það nái fram að ganga þarf að virkja í meiri mæli og styrkja flutningsnet fyrir raforku. Þannig væri unnið að samræmi í ólíkum málaflokkum svo að fjármunir nýtist á sem skilvirkastan hátt og dregið verði úr sóun. Eins og sakir standa er stefnumótun ríkisins ekki nægjanlega samhæfð,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira