Borgin reiknar með að skila 3,6 milljarða afgangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2018 14:13 Borgarstjóri segir fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára bera þess skýr merki að Reykjavík sé í mikilli sókn Vísir/Rakel Ósk Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023 var lagt fram í borgarstjórn í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2019, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð 12,8 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Jafnvægi er í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hlutans þótt ýmis teikn séu á lofti í efnahagsmálum, en A-hlutinn heldur utan um hinn eiginlega rekstur fagsviða borgarinnar. Í tilkynningu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til Kauphallar í tengslum við fjárhagsáætlun segir m.a. „Fjárhagur A-hluta er sterkur. Skuldahlutfall A-hluta borgarinnar er langt fyrir neðan viðmið sveitastjórnarlaga.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg borgina vera í miklum vexti. Það sjáist greinilega á verkefnunum í fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun en aukin framlög séu til skólamála og velferðarmála.Segir hagstætt fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík „Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjármagn til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og til nýrra NPA samninga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjárfestingum á grundvelli aðalskipulagsins en sú stærsta á þeim vettvangi er Borgarlínan. Í þriðja lagi heldur uppbygging íþróttamannvirkja í austurhluta borgarinnar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla velferðarþjónustu og auka framlög til leik- og grunnskóla í borginni. Við höldum líka gjöldum áfram í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga sem aldna að búa í Reykjavík,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hann segir að fólki fjölgi í borginni á hverju ári. Það þýði að borgin þurfi að vaxa, nýjar íbúðir séu byggðar sem kalli á að borgin fjárfesti í innviðum eins og götum, torgum, lögnum, skólum og íþróttamannvirkjum auk þjónustu í hverfum. „Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára ber þess skýr merki að Reykjavík er í mikilli sókn. Við fjárfestum fyrir 18,8 milljarða á næsta ári en sú fjárfesting endurspeglar áherslurnar í sáttmála flokkanna sem mynda meirihlutann í borgarstjórn,“ segir Dagur. Í húsnæðismálum ráðgera Félagsbústaðir umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabili fimm ára áætlunar. Auk þess mun borgin leggja talsverða fjármuni í stofnframlög til uppbyggingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þá hefur aldrei meira íbúðarhúsnæði farið í uppbygginu í borginni, segir í tilkynningunni. Þá muni mikil uppbygging íþróttamannvirkja eiga sér stað í austurhluta borgarinnar en það sé liður í sterkri áætlun innviðauppbyggingar í borginni.Íþróttamannvirki í austurborginni „Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús og knatthús á næstu árum á svæði ÍR í Suður Mjódd. Þá er bygging boltahúss fyrir hand- og körfubolta að ljúka í Grafarvogi.“ Borgin haldi einnig áfram að byggja upp net hjólastíga og endurnýja lýsingu í borginni sem muni spara umtalsverða fjármuni í framtíðinni auk þess að gera borgina visthæfari og grænni. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 samt ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna. Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðir 127,7 milljarðar króna en þar af eru skatttekjur tæpir 100,8 milljarðar. Rekstrarútgjöld A-hluta eru áætluð 118,7 milljarðar, þar af laun og launatengd gjöld 69,0 milljarðar, breyting lífeyrisskuldbindinga 4,6 milljarðar og annar rekstrarkostnaður 45,1 milljarðar. Framlegð samstæðunnar (EBITDA sem hlutfall af tekjum) er áætluð 13,7% árið 2019 og hækkar i 16,5% samkvæmt fimm ára áætlun. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu á tímabilinu 2020 til 2023. Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023 var lagt fram í borgarstjórn í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2019, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð 12,8 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Jafnvægi er í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hlutans þótt ýmis teikn séu á lofti í efnahagsmálum, en A-hlutinn heldur utan um hinn eiginlega rekstur fagsviða borgarinnar. Í tilkynningu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til Kauphallar í tengslum við fjárhagsáætlun segir m.a. „Fjárhagur A-hluta er sterkur. Skuldahlutfall A-hluta borgarinnar er langt fyrir neðan viðmið sveitastjórnarlaga.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg borgina vera í miklum vexti. Það sjáist greinilega á verkefnunum í fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun en aukin framlög séu til skólamála og velferðarmála.Segir hagstætt fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík „Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjármagn til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og til nýrra NPA samninga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjárfestingum á grundvelli aðalskipulagsins en sú stærsta á þeim vettvangi er Borgarlínan. Í þriðja lagi heldur uppbygging íþróttamannvirkja í austurhluta borgarinnar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla velferðarþjónustu og auka framlög til leik- og grunnskóla í borginni. Við höldum líka gjöldum áfram í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga sem aldna að búa í Reykjavík,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hann segir að fólki fjölgi í borginni á hverju ári. Það þýði að borgin þurfi að vaxa, nýjar íbúðir séu byggðar sem kalli á að borgin fjárfesti í innviðum eins og götum, torgum, lögnum, skólum og íþróttamannvirkjum auk þjónustu í hverfum. „Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára ber þess skýr merki að Reykjavík er í mikilli sókn. Við fjárfestum fyrir 18,8 milljarða á næsta ári en sú fjárfesting endurspeglar áherslurnar í sáttmála flokkanna sem mynda meirihlutann í borgarstjórn,“ segir Dagur. Í húsnæðismálum ráðgera Félagsbústaðir umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabili fimm ára áætlunar. Auk þess mun borgin leggja talsverða fjármuni í stofnframlög til uppbyggingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þá hefur aldrei meira íbúðarhúsnæði farið í uppbygginu í borginni, segir í tilkynningunni. Þá muni mikil uppbygging íþróttamannvirkja eiga sér stað í austurhluta borgarinnar en það sé liður í sterkri áætlun innviðauppbyggingar í borginni.Íþróttamannvirki í austurborginni „Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús og knatthús á næstu árum á svæði ÍR í Suður Mjódd. Þá er bygging boltahúss fyrir hand- og körfubolta að ljúka í Grafarvogi.“ Borgin haldi einnig áfram að byggja upp net hjólastíga og endurnýja lýsingu í borginni sem muni spara umtalsverða fjármuni í framtíðinni auk þess að gera borgina visthæfari og grænni. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 samt ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna. Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðir 127,7 milljarðar króna en þar af eru skatttekjur tæpir 100,8 milljarðar. Rekstrarútgjöld A-hluta eru áætluð 118,7 milljarðar, þar af laun og launatengd gjöld 69,0 milljarðar, breyting lífeyrisskuldbindinga 4,6 milljarðar og annar rekstrarkostnaður 45,1 milljarðar. Framlegð samstæðunnar (EBITDA sem hlutfall af tekjum) er áætluð 13,7% árið 2019 og hækkar i 16,5% samkvæmt fimm ára áætlun. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu á tímabilinu 2020 til 2023.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira