Jóhanna harðorð: Erlendis væri ráðherra með fortíð Bjarna farinn frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 07:22 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks. vísir/vilhelm Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira