Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 16:27 Atli Þór Fanndal (til vinstri) var ráðinn sem pólitískur ráðgjafi Pírata fyrir sveitastjórnarkosningarnar nú í vor. Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan. Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan.
Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27