Erlent

Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi.
Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. Vísir/ap
Tveir eru látnir og fimm eru særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída í gærkvöldi.

Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að hafa náð að skjóta sex manns.

Lögreglustjórinn í Tallahassee, Michael DeLeo, greindi frá því árla morguns, að byssumaðurinn var fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle.

DeLeo sagði að Beierle hefði verið einn að verki en lögreglan rannsakaði nú tilefni árásarinnar. Lögreglustjórinn vildi ekki segja hvers konar skotvopn maðurinn notaði til verknaðarins.

„Við erum öll harmi slegin og í áfalli yfir þessu ódæði,“ sagði DeLeo og bætti við að það væri ekkert sem benti til þess að frekari ógn steðjaði að.

Jógastöðin er staðsett í litlum verslunarkjarna í höfuðborg Flórídaríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×