Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. nóvember 2018 05:15 Mikill leki er komið að sementbirgðaskipinu Fjordvik sem rak upp í hafnargarðinn að Helguvíkurhöfn í nótt Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira