Fjórtán manna áhöfn og íslenskum hafnögumanni var bjargað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-Gná en auk hennar var TF-Líf ræst út.

Skipið strandaði um klukkan eitt í nótt og var verkefnið í hæsta forgangi þar sem lögð var áhersla á að bjarga fólkinu um borð í skipinu.
Það tókst en skipið er strand og er að lemjast í klettana við hafnargarðinn í miklu brimi.
Starfsmenn Umhverfisstofnunar eru á leiðinni á vettvang með mengunarvarnarbúnað. Þá hefur verið óskað eftir aðstoð varðskipsins Týs sem er væntanlegt á vettvang um klukkan sex en skipið er úti á sjó.
Fréttin var uppfærð klukkan 02:35