Til skoðunar að fargjöld í strætó verði hluti af skólagjöldum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 19:11 Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ. Samgöngur Strætó Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ.
Samgöngur Strætó Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira