Ekki fjallað um mikilvæga þætti í nýrri heilbrigðisstefnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 18:45 Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira