Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira