Einkunnir Íslands: Albert bestur gegn Katar 19. nóvember 2018 20:24 Albert er að setja pressu á Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. vísir/getty Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu