„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. nóvember 2018 17:59 Barnabækur Birgittu Haukdal hafa selst afar vel undanfarin ár. Fréttablaðið/Anton Brink Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef hún hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. Á einum stað í bókinni talar hún um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings en orðavalið hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. Þar er bent á að hjúkrunarfræðingar séu af báðum kynjum og klæðaburður þess í bókinni ekki í tengslum við raunveruleikann í dag. Birgitta var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Á laugardaginn birti hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir færslu þar sem hún birti síðu úr bókinni og gagnrýndi orðaval Birgittu og klæðnað umrædds kvenkyns hjúkrunarfræðings. Sú var klædd í kjól og með kappa á höfðinu. Færsluna birti hún í kjölfar mikillar umræðu í hópi hjúkrunarfræðinga í hópi þeirra á Facebook. Þar gætir mikillar óánægju með ýmislegt í bókinni. Sólveig segir í færslunni að slík framsetning á hjúkrunarfræðingum ýti undir skaðlegar staðalímyndir um stéttina sem sé tímabært að leiðrétta og bendir á að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hafi ekki verið notað síðan námið var gert að háskólanámi.Mikil umræða hefur skapast við færslu Sólveigar eins og sjá má að neðan. Færslunni hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum.Vissi ekki betur en hjúkrunarkona væri í orðabókinni Birgitta segir að sér finnist það miður að hafa sært einhverja með orðavali sínu og myndskreytingu. „Mér þykir það ótrúlega leitt ef ég hef sært einhvern með því að nota þetta orð „hjúkrunarkona.“ Ég vissi ekki betur en að það væri í orðabókinni en núna veit ég betur, þannig ég vil koma því á framfæri að rétt skal vera rétt.“ Þá segist Birgitta handviss um að þeir sem þekktu til bókaflokks hennar um Láru vissu af þeirri vinnu og þeim metnaði sem hún leggi í verkin. Orðnotkunin sem hafi orsakast af misskilningi segði lítið um bókaflokkinn í heild sinni, þrátt fyrir þau miklu viðbrögð á samfélagsmiðlum sem orðnotkunin kallaði fram. „Hvernig ég á að svara fyrir það að þessi tiltekni karakter á einni síðu af fjörutíu sé ekki rétt klæddur eða skaði ímynd einhvers, mér þykir mjög leiðinlegt ef það er svoleiðis, en mér þykir það nú ólíklegt.“Sorgmædd yfir umræðunni á samfélagsmiðlum Birgitta segir sárt að sjá hluta umræðunnar á samfélagsmiðlum, sem mörgum hefur þótt heldur óvægin. Hún finni til sorgar yfir því að fólk sjái ástæðu til þess að draga bækur hennar, sem hún segir njóta vinsælda hjá foreldrum inn í baráttu hjúkrunarfræðinga. „Ef þetta verður til þess að hjálpa hjúkrunarfræðingum þá skal ég alveg bjóða mig fram til þess að vera manneskjan sem fær einhvern skell [...] en ég ætla þó að halda áfram að vera ánægð með mínar bækur.“ Birgitta segir þó sjálfsagt mál að laga orðalag hlutans sem um ræðir fari svo að bókin umrædda, Lára fer til læknis, verði einhvern tímann endurprentuð. Færsla Sólveigar hefur vakið mikil og í sumum tilfellum hörð viðbrögð. Henni hefur verið deilt yfir þúsund sinnum á Facebook.VísirSegir bækurnar ekki vera heimildarit Þá segir Birgitta að þrátt fyrir að hún reyni að skrifa bækurnar á nútímalegan hátt, séu bækurnar þegar allt kemur til alls sögur en ekki heimildarit. „Ég er að vanda mig ofsalega mikið við að brjóta upp staðalímyndir með ýmsum hætti. Lára er í fótbolta, hún er ekki í fimleikum. Ég er að reyna að búa ekki til ekki einhverja mynd um að stelpur séu alltaf bara í dansi og í kjól. Að það séu ekki allir einhverjar sérstakar týpur, stelpur og strákar. Að við séum alls konar öll.“ Birgitta segist þá vanda sig gríðarlega við vinnslu bóka sinna og jafnframt vonar hún að fólk sem ekki hafi lesið bækur hennar geri það áður en það leggi dóm á ágæti hennar sem rithöfundur. Stendur stolt með bókunum Að lokum segist Birgitta ögn sár yfir þeim hluta umræðunnar sem sneri að henni sjálfri eftir að málið komst í hámæli. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt, mér finnst ég ekki eiga skilið svona árásir, ég verð að viðurkenna það.“ Birgitta segist þá standa stolt með bókum sínum og hyggst halda ótrauð áfram í kynningarstarfi á bókum sínum. Hún sló þá botn í viðtalið með því að minna fólk á að vera gott hvort við annað.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef hún hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. Á einum stað í bókinni talar hún um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings en orðavalið hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. Þar er bent á að hjúkrunarfræðingar séu af báðum kynjum og klæðaburður þess í bókinni ekki í tengslum við raunveruleikann í dag. Birgitta var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Á laugardaginn birti hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir færslu þar sem hún birti síðu úr bókinni og gagnrýndi orðaval Birgittu og klæðnað umrædds kvenkyns hjúkrunarfræðings. Sú var klædd í kjól og með kappa á höfðinu. Færsluna birti hún í kjölfar mikillar umræðu í hópi hjúkrunarfræðinga í hópi þeirra á Facebook. Þar gætir mikillar óánægju með ýmislegt í bókinni. Sólveig segir í færslunni að slík framsetning á hjúkrunarfræðingum ýti undir skaðlegar staðalímyndir um stéttina sem sé tímabært að leiðrétta og bendir á að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hafi ekki verið notað síðan námið var gert að háskólanámi.Mikil umræða hefur skapast við færslu Sólveigar eins og sjá má að neðan. Færslunni hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum.Vissi ekki betur en hjúkrunarkona væri í orðabókinni Birgitta segir að sér finnist það miður að hafa sært einhverja með orðavali sínu og myndskreytingu. „Mér þykir það ótrúlega leitt ef ég hef sært einhvern með því að nota þetta orð „hjúkrunarkona.“ Ég vissi ekki betur en að það væri í orðabókinni en núna veit ég betur, þannig ég vil koma því á framfæri að rétt skal vera rétt.“ Þá segist Birgitta handviss um að þeir sem þekktu til bókaflokks hennar um Láru vissu af þeirri vinnu og þeim metnaði sem hún leggi í verkin. Orðnotkunin sem hafi orsakast af misskilningi segði lítið um bókaflokkinn í heild sinni, þrátt fyrir þau miklu viðbrögð á samfélagsmiðlum sem orðnotkunin kallaði fram. „Hvernig ég á að svara fyrir það að þessi tiltekni karakter á einni síðu af fjörutíu sé ekki rétt klæddur eða skaði ímynd einhvers, mér þykir mjög leiðinlegt ef það er svoleiðis, en mér þykir það nú ólíklegt.“Sorgmædd yfir umræðunni á samfélagsmiðlum Birgitta segir sárt að sjá hluta umræðunnar á samfélagsmiðlum, sem mörgum hefur þótt heldur óvægin. Hún finni til sorgar yfir því að fólk sjái ástæðu til þess að draga bækur hennar, sem hún segir njóta vinsælda hjá foreldrum inn í baráttu hjúkrunarfræðinga. „Ef þetta verður til þess að hjálpa hjúkrunarfræðingum þá skal ég alveg bjóða mig fram til þess að vera manneskjan sem fær einhvern skell [...] en ég ætla þó að halda áfram að vera ánægð með mínar bækur.“ Birgitta segir þó sjálfsagt mál að laga orðalag hlutans sem um ræðir fari svo að bókin umrædda, Lára fer til læknis, verði einhvern tímann endurprentuð. Færsla Sólveigar hefur vakið mikil og í sumum tilfellum hörð viðbrögð. Henni hefur verið deilt yfir þúsund sinnum á Facebook.VísirSegir bækurnar ekki vera heimildarit Þá segir Birgitta að þrátt fyrir að hún reyni að skrifa bækurnar á nútímalegan hátt, séu bækurnar þegar allt kemur til alls sögur en ekki heimildarit. „Ég er að vanda mig ofsalega mikið við að brjóta upp staðalímyndir með ýmsum hætti. Lára er í fótbolta, hún er ekki í fimleikum. Ég er að reyna að búa ekki til ekki einhverja mynd um að stelpur séu alltaf bara í dansi og í kjól. Að það séu ekki allir einhverjar sérstakar týpur, stelpur og strákar. Að við séum alls konar öll.“ Birgitta segist þá vanda sig gríðarlega við vinnslu bóka sinna og jafnframt vonar hún að fólk sem ekki hafi lesið bækur hennar geri það áður en það leggi dóm á ágæti hennar sem rithöfundur. Stendur stolt með bókunum Að lokum segist Birgitta ögn sár yfir þeim hluta umræðunnar sem sneri að henni sjálfri eftir að málið komst í hámæli. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt, mér finnst ég ekki eiga skilið svona árásir, ég verð að viðurkenna það.“ Birgitta segist þá standa stolt með bókum sínum og hyggst halda ótrauð áfram í kynningarstarfi á bókum sínum. Hún sló þá botn í viðtalið með því að minna fólk á að vera gott hvort við annað.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42