Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2018 21:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15