Erlent

Argentínski kafbáturinn fundinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
ARA San Juan í fullu fjöri.
ARA San Juan í fullu fjöri. Vísir/AP
Flak argentínska kafbátsins ARA San Juan er fundið, réttu ári eftir hvarf hans. Kafbáturinn var hluti af flota argentínska sjóhersins og hafði um borð 44 manna áhöfn þegar hann hvarf.

Skipið sem uppgötvaði flakið, hvar það lá á botni Atlantshafsins, heitir Seabed Constructor og er í eigu bandaríska leitarfyrirtækisins Ocean Infinity. ARA San Juan fannst einu ári og einum degi eftir að síðast spurðist til kafbátsins, 15. nóvember 2017.

Argentínski sjóherinn staðfesti á Twitter að flakið, sem fannst á um það bil 800 metra dýpi, sé flak ARA San Juan. Þá fékkst einnig staðfest að kafbáturinn hafi sprungið inn á við eins og áður hafði verið haldið fram.Yfirvöld í Argentínu rannsaka nú hvort eitthvað saknæmt hafi orðið til þess að kafbáturinn sprakk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×