Utanríkisráðuneyti Íslands mun verja eitt hundrað milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Þetta ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Framlag Íslands til neyðaraðstoðarinnar skiptist jafnt á milli tveggja stofnanna sem báðar heyra undir Sameinuðu þjóðirnar, annars vegar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og hins vegar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Í tilkynningunni er haft eftir Guðlaugi Þór að utanríkisráðuneytið sé að bregðast við neyðinni í Jemen með auknum stuðningi við stofnanir á vettvangi. Þá segir Guðlaugur neyðina í landinu vera slíka að hver mínúta skipti máli.
Hungursneyð hefur ríkt í Jemen síðan árið 2016 en hún er afleiðing borgarastyrjaldar í landinu. Talið er að um þrír fjórðu af íbúum landsins séu í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. Íbúar Jemen eru rétt tæplega þrjátíu milljónir.
Tilkynningu utanríkisráðuneytisins má lesa í heild sinni hér.
Utanríkisráðuneytið veitir hundrað milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen
Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent